Óðinn Þór tók þátt í HM U-21 í handknattleik

Óðinn Þór Ríkharðsson handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Heimsmeistaramóti U-21 í handknattleik dagana 16. - 31. júlí sl. í Alsír. Íslenska liðið spilaði um 11. sætið á mótinu við Normenn og töpuðu með sex mörkum, 27:33. Óðinn Þór skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenska liðið endaði í 12. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.  

Nicolo og Sara Rós kepptu á HM í standard dönsum

Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar kepptu á Heimsmeistaramótinu í standard dönsum sem fór fram í Chengdu í Kína 10. september sl. Þau komust í aðra umferð og enduðu í 36.-37. sæti í keppninni af 71 pari. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti þau til þátttöku í verkefninu  um kr. 150.000 hvort.

Darri Aronsson keppti á HM U19 í handknattleik

Darri Aronsson handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrir leikmenn 18 ára og yngri dagana 7. – 21. ágúst sl. í Georgíu. Íslenska liðið lék um 9. sætið við Þjóðverja og töpuðu þeim leik 26:37, íslenska liðið endaði í 10. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Orri Freyr Þorkelsson keppti á HM U19 í handknattleik

Orri Freyr Þorkelsson handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrir leikmenn 18 ára og yngri dagana 7. – 21. ágúst sl. í Georgíu. Íslenska liðið lék um 9. sætið við Þjóðverja og töpuðu þeim leik 26:37, íslenska liðið endaði í 10. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Andri Sigmarsson Scheving keppti á HM U19 í handknattleik

Andri Sigmarsson Scheving handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrir leikmenn 18 ára og yngri dagana 7. – 21. ágúst sl. í Georgíu. Íslenska liðið lék um 9. sætið við Þjóðverja og töpuðu þeim leik 26:37, íslenska liðið endaði í 10. sæti á mótinu. Andri sem er markvörður átti frábært mót, og var með næst hæsta hlutfall varðra skota, hann varði 38,8% skota sem hann fékk á sig.

Hilmar Örn keppti á HM í frjálsíþróttum í London

Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttamaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti í sleggjukasti á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í London dagana 4. – 13. ágúst sl. Hilmar náði sínum næstbesta árangri í sleggjukasti í undankeppni mótsins, kastaði 71,12m við afar erfiðar aðstæður, en allt var á floti á vellinum þegar mótið fór fram. Hilmar endaði í 27. sæti á mótinu og var með yngstu keppendum í sleggjukastkeppni mótsins. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr.

Einar Örn keppti á EM U17 í handknattleik

Einar Örn Sindrason handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti á European Open U17 í Gautaborg í Svíþjóð dagana 2. – 8. júlí sl. Íslenska liðið vann Noreg 31-25 og tryggði sér 3. sætið á mótinu. Einar Örn skoraði 6 mörk í leiknum. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

Sigurður Dan keppti á EM U17 í handknattleik

Sigurður Dan Óskarsson handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar keppti á European Open U17 í Gautaborg í Svíþjóð dagana 2. – 8. júlí sl. Íslenska liðið vann Noreg 31-25 og tryggði sér 3. sætið á mótinu. Sigurður Dan varði 20 skot í leiknum. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr. 60.000 til þátttöku í verkefninu.

FH tók þátt í þrem umferðum í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu

Karlalið FH í knattspyrnu keppti 12. júlí sl. við Víking í Götu frá Færeyjum í Kaplakrika í annari umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn endaði 1:1, Emil Pálsson skoraði mark FH-inga. Seinni leikurinn fór fram í Færeyjum 18. júlí sl. og endaði 0:2 fyrir FH, Steven Lennon og Þórarinn Ingi Valdimarsson skoruðu mörk FH. FH fór áfram samanlagt 1:3. FH tapaði naumlega 1:0 í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Maribor frá Slóveníu 26.

Breki keppti á EM U20 í körfuknattleik

Breki Gylfason körfuknattleiksmaður Knattspyrnufélaginu Haukum keppti á Evrópumóti U20 dagana 11. – 24. júlí sl. á Krít í Grikklandi. Lokaleikur liðsins var við Þýskaland og tapaði íslenska liðið honum 79:73. Íslenska liðið endaði í 8. sæti á mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem yngra landslið KKÍ kemst í lokakeppni í A riðli og á möguleika á því að verða Evrópumeistarar. Breki var einn af lykilmönnum liðsins og spilaði mikið. Afreksmannasjóður ÍBH styrkti hann um kr.